LEIK3LS05 - Leikstjórinn

Undanfari : LEIK2SV05 LEIK3SK05

Lýsing

Lögð er áhersla á að kynna nemendur fyrir leiklist út frá ólíkum sjónarhornum. Sérstök áhersla er lögð á sjónarhorn leikstjórans. Nemendur fá innsýn í hugmyndir og aðferðir frægra kennismiða í vestrænni leiklist. Nemendur nýta þessar hugmyndir og aðferðir, sem og aðra tækni sem þeir hafa lært á skólagöngu sinni, til að leikstýra samnemendum sínum í stuttum senum. Einnig kynnast nemendur því fjölbreytta starfi sem fram fer innan veggja leikhússins.