LEIK3SK05 - Samsköpunaraðferðir

Undanfari : LEIK2SV05 LEIK2BS05

Lýsing

Samsköpunaraðferðir í leiklist eru skoðaðar ítarlega og hugmyndafræði aðferðanna eru kynntar. Nemendur kynnast hugtakinu „opnun“ og þurfa að gera mörg verkefni þar sem sérstök áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu. Áhersla er lögð á að nemendahópurinn komist að sameiginlegri niðurstöðu um þau viðfangsefni sem lögð eru til grundvallar hinu skapandi starfi. Einnig er lögð áhersla á sameiginlegt sköpunarferli og framlag hvers og eins í ferlinu.