LEIK3ST05 - Söngur og túlkun

Undanfari : LEIK2BS05

Lýsing

Í áfanganum eru kenndar aðferðir í söngtúlkun til flutnings á leiksviði. Nemendur læra að vinna söngtexta til flutnings og farið er í grunnþætti raddbeitingar og söngtúlkunar. Unnið er með ólík sönglög frá ýmsum tímum. Einnig fá nemendur kennslu í raddheilbrigði. Nemendur vinna hver með eitt lag, ásamt hóplögum, sem öll verða metin í lok annar.