LIST2FB05 - Frá fornöld til barrokktímabils

Undanfari : Engar

Lýsing

Í áfanganum verður listasaga Vesturlanda frá fornöld til loka barrokktímabilsins kennd. Fjallað verður meðal annars um steinaldarlist, list Egypta, Grikkja og Rómverja, rómanska list og gotík, endurreisn og barrokk. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast stíltímabilum, leita upplýsinga og ítarefnis í ólíkum miðlum og kynna rannsóknarniðurstöður fyrir samnemendum sínum. Nemendur verða þjálfaðir í vinnu verkefna um sögu og sögulega þróun með því að greina atburði og hugmyndir á tímabilinu.