LIST2NA05 - Nýklassík til abstrakt expressjónisma

Undanfari : Engar

Lýsing

Í áfanganum verður listasaga Vesturlanda frá nýklassík til abstrakt expressjónisma kennd. Fjallað verður meðal annars um nýklassík, rómantík, raunsæisstefnuna, impressjónisma, expressjónisma, abstrakt list, dada, súrrealisma og abstrakt expressjónisma. Nemendur fá þjálfun í að fjalla um listasöguna og sögulega þróun með því að skrifa rannsóknarritgerð þar sem einn listamaður og sú stefna sem hann vann í er tekinn til umfjöllunar og niðurstöðurnar kynntar fyrir samnemendum.