Lýsing
Í áfanganum verður listasaga Vesturlanda frá popplist til dagsins í dag kennd. Fjallað verður meðal annars um popplist, minimalisma, hugmyndalist og póstmódernisma. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast stíltímabilum, leita upplýsinga og ítarefnis í ólíkum miðlum og kynna rannsóknarniðurstöður fyrir samnemendum sínum. Farið verður á myndlistarsýningar þar sem nemendur kynnast því sem boðið er upp á í samtímamyndlist í sýningarsölum höfuðborgarsvæðisins og verkefni unnin í tengslum við vettvangsferðirnar. Nemendur verða þjálfaðir í vinnu verkefna um sögu og sögulega þróun með því að greina atburði og hugmyndir á tímabilinu.