Lýsing
Nemendur læra grunnþætti litafræðinnar. Nemendur læra litablöndun og táknfræði lita.
Nemendur læra um eðli og merkingu myndbyggingar og gera mismunandi æfingar til að þjálfa samspil lita og myndbyggingar, m.a. með munsturgerð .
Kennt er á Photoshop með æfingum, sem m.a. þjálfa nemendur í að vinna með lagskiptar myndir til að þjálfa liti, form og myndbyggingu.
Nemendur þjálfast í að þróa eigin hugmyndir í tölvu með hjálp Photoshop út frá eigin áhugasviði.
Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að koma frá sér hugmyndum á tölvutæku formi,
skoða verk sín og annarra og þjálfist í að gefa og taka við uppbyggilegri gagnrýni.
Nemendur kynnast verkum íslenskra samtímalistamanna og hönnuða.