LÝÐH1HL02 - Heilbrigður lífsstíll

Lýsing

Áfanginn er bóklegur og byggist að mestu leyti upp á fyrirlestrum, umræðu- og verkefnatímum. Áhersla er lögð á undirstöðuþekkingu á forvörnum ásamt því að nemendur læri að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í áfanganum er m.a. farið yfir mikilvægi næringar, svefns, andlegrar líðan, markmiðasetningu, kynheilbrigði og hvernig er hægt að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl.