Lýsing
Áhersla verður lögð á að kenna og þjálfa nemendur í að mála málverk mð akrýllitum, blandaðri tækni og olíulitum með því að vinna markvisst ferli frá frumskissu , tilraunum með liti, form og myndbyggingu og til lokaniðurstöðu. Nemendur læra að strekkja striga á blindramma.
Haldið áfram að þróa vatnslitamálun sem skissutæki fyrir málverk og vinna málverk með blandaðri tækni þar sem m.a. verður unnið með því að teikna og mála samhliða í sömu mynd.
Nemendur vinna að mestu eftir eigin hugmyndum.
Áhersla er lögð á að nemendur hengi upp verk sín og skoði þau í samhengi og þjálfist í að ræða um þau.
Nemendur kynnast verkum íslenskra samtímalistamanna bæði í tímum og með því að fara á sýningar
og einnig völdum verkum erlendra málara sem tengjast efni áfangans