Lýsing
Nemendur vinna nokkur hóp og einstaklingsverkefni þar sem þeir kanna afmörkuð tímabil í mannkynssögunni erlendis og á Íslandi, hvernig ólíkar listgreinar tengjast í gegnum stíl og tíðaranda og hvernig aðstæður í samfélaginu, stjórnmál og félagslegt og fræðilegt umhverfi hefur áhrif á alla listsköpun. Lögð verður áhersla á vinnu með texta. Nemendur tileinka sér og nýta almennan orða- og hugtakaforða sem notaður er við umfjöllun um menningu og listir. Grunnhugtök verða útskýrð og sett í samhengi. Teknir verða fyrir textar þar sem fjallað er um menningartengd atriði og þeir krufnir með tilliti til orðaforða og orðalags, hugmynda og hugtaka. Nemendur læra mismunandi aðferðir við að kynna verkefni á skapandi s.s. með glærusýningum, myndböndum og hlaðvörpum. Samræður og hópavinna skipa stóran sess í áfanganum og nemendur fá þjálfun í að skrifa texta um menningu og listir þar sem orðaforðinn er nýttur. Nemendur fara á listviðburði bæði með kennara og á eigin vegum og skila skriflegri umfjöllun um þá viðburði.