MENN3SA05 - Samtímamenning

Undanfari : MENN2SO05

Lýsing

Í áfanganum kynnast nemendur listum og menningu samtímans á Íslandi og völdum stöðum erlendis. Nemendur skoða ýmsa þætti listalífsins, s.s. myndlist, hönnun, leiklist, ljósmyndun, dans, kvikmyndir og tónlist, hvern í samhengi við annan og við félagslegt og heimspekilegt umhverfi . Farið verður í vettvangsferðir á listviðburði og nemendur skila rökstuddri, faglegri gagnrýni eða umræður verða um viðburðina. Nemendur þjálfast í að vinna sjálfstætt og með öðrum í að afla sér þekkingar af netinu, úr bókum, fjölmiðlum, sýningarferðum o.fl. og vinna fjölbreytt verkefni og kynningar í máli, myndum og hljóði fyrir samnemendur sína. Í áfanganum verður fram haldið þeirri vinnu með texta sem lagður var grunnur að í áfanganum MENN1so05 en hér verður áhersla lögð á texta þar sem fjallað er um menningu samtímans.