MÓDE2TE05 - Teikning

Undanfari : TEIK1GR05

Lýsing

Nemendur teikna eftir lifandi módeli og beinagrind. Lögð er megináhersla á að þjálfa augað í að sjá það sem horft er á og koma því rétt niður á blað. Notuð verða fjölbreytt teikniáhöld og einnig málað á einfaldan hátt og mögulega verður módelið mótað líka í leir. Nemendur eiga að þróa með sér sjálfstæða skissu- og hugmyndavinnu með mannslíkamann sem útgangspunkt. Íslenskir listamenn sem vinna með mannslíkamann kynntir Nemendur hengja upp verk sín og skoða þau í samhengi og halda áfram að þjálfast í að ræða um þau.