Undanfari : HUGM1HU05 og MÓDE2TE05
Lýsing
Hér er haldið áfram að rannsaka eðli og merkingu myndbyggingar og formfræði með fjölbreyttum tækniaðferðum og verkefnum. Þetta er m.a. gert með ýmsum tvívíðum aðferðum svo sem teikningu, málun, ljósmyndun, dúkristu/tréristu, tölvuforritunum Photoshop og Inkscape, vínylskera og jafnvel einföldum þrívíðum aðferðum og/eða myndbandsgerð. Nemendur halda áfram að þjálfast í markvissri skissugerð og hugmyndavinnu og að þjálfast í að kynna, greina og ræða um eigin verk og annarra á sem uppbyggilegastan hátt.