Undanfari : Allir aðrir áfangar á myndlistarsviði.
Lýsing
Í byrjun vinna nemendur alls kyns skissur og teikningar með mismunandi aðferðum undir handleiðslu kennara. Nemendur kynna sér verk mismunandi listamanna sem vinna með allar þær tækniaðferðir sem nemendur eru búnir að læra. Þetta gera þeir bæði með heimsóknum til listamanna og með því að skoða verk þeirra í bókum og á netinu. Í kjölfarið ákveður nemandi þema eða hugmynd lokaverkefnis síns. Nemendur gera skriflega verkáætlun með lýsingu á framkvæmd, forsendum fyrir vali á verkefni, og hvaða hugmyndir eru að baki verkinu. Þeir halda dagbók þar sem þeir skrá allt vinnuferlið og hugmyndir sem koma upp á vinnutímanum. Nemendur vinna sjálfstætt en eiga að notfæra sér leiðsögn kennara í öllu ferlinu til að ræða um hugmyndir og útfærslu verksins. Nemendur skipuleggja lokasýningu í samráði við kennara.