RAFÍ2SH05 - Spilun og heilsa

Undanfari : ÍSLE2mg05

Lýsing

Fjallað er um rafíþróttir í heild sinni. Farið verður yfir sögu rafíþrótta og þróunar hennar sem íþrótt. Einnig verður farið yfir helstu leiki sem keppt er í og hvernig er hægt að ná árangri í þeim leikjum. Nemendur finna sér hlutverk í rafíþróttaheiminum, til dæmis spilari, þjálfari eða skipuleggjandi. Lögð verður áhersla á mikilvægi góðrar heilsu sem og áhrif svefns og næringar á frammistöðu rafíþróttamanna.