Lýsing
Í áfanganum er meginstefið og rauði þráðurinn helförin á árunum 1933-1945. Farið er djúpt í uppgang nasisma og fasisma á 20. öld, orsakir þess, framgang og afleiðingar. Fjallað er um ævi Adolf Hitlers, saga Þýskalands fyrir, í og eftir síðari heimsstyrjöldina ásamt sögu Póllands fyrir og eftir stríð. Stefnu nasista um útrýmingu gyðinga, sígauna, rómafólks, hinseginfólks og pólítískra andstæðinga verður gerð góð skil. Notast er við fræðibækur, ævisögur, skáldsögur, kvikmyndir, þætti og efni eftir kennara.
Í áfanganum verður farið í ferð til Katowice/Kraká og minjar síðari heimsstyrjaldarinnar skoðaðar í nærliggjandi sveitum og með dagsferð til útrýmningarbúðanna Auschwitz-Birkenau.
Áfanganum er skipt upp í þrjá hluta:
a) Adolf Hitler og þjóðernisjafnaðarstefnan
b) Helförin
c) Ferðalag til Póllands