SAGA3SS05 - Stríðssaga

Undanfari : SAGA2MS05

Lýsing

Fjallað er um stríðsátök í sögunni, orsakir stríða, afleiðingar þeirra, hugmyndafræðin sem liggur að baki þegar friður tapast og átök hefjast. Kenningar um mannlega náttúru í samhengi við vopnuð átök koma við sögu. Helstu stríðsátök sögunnar er á dagskrá, þróun herfræði og vopna og hvernig skoðanir á stríðsátökum breytast er nær dregur samtíma. Sjónum verður beint að konum í stríði, andófi gegn stríði og afstöðu almennings. Yfirstandandi stríðsátök hverju sinni eru eftir atvikum tengd viðfangsefninu.