SAGA3ÚR05 - Úkraína og Rússland

Undanfari : SAGA2MS05

Lýsing

Í áfanganum verður fjallað um sögu Rússlands, Sovétríkjanna og Úkraínu á breiðum grundvelli og helstu atriði tekin fyrir sem einkenna sögu þessara ríkja. Tímabilið sem tekið verður fyrir er frá keisaratímanum til stríðsins í Úkraínu. Fjallað verður bæði um einstaka atburði, þróun þeirra og áhrif á sögu svæðisins. Fjallað verður um leiðtoga og helstu persónur sem koma að atburðarásinni.