SÁLF3FS05 - Félagssálfræði

Undanfari : FÉLV2AF03 eða ÍSLE2MG05

Lýsing

Áfanginn fjallar um hvernig einstaklingar skynja aðra, hafa áhrif á þá og tengjast þeim. Einkum eru rannsökuð gagnkvæm áhrif hópa og einstaklinga á hver annan. Kynntar eru þekktar tilraunir í félagssálfræði. Einnig verður fjallað um aðrar grundvallarkenningar og tilraunir í sálfræði t.a.m. tengt auglýsingasálfræði, vinnusálfræði persónuleikasálfræði og afbrotasálfræði.