Undanfari : FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05
Lýsing
Í áfanganum er fjallað um geðsálfræði og flokkanir geðraskana. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili sálfræðilegra, félagslegra og líffræðilegra þátta í geðröskun. Til að auka skilning á líffræðilegum og læknisfræðilegum þáttum er starfsemi heilans og þáttur taugaefna í líðan og geðröskun kynnt. Einnig er lögð áhersla á að nemendur geti tengt efnið við eigin geðheilsu og líðan. Í því samhengi er nánar fjallað um streitu í daglegu lífi og þau áhrif sem hún getur haft á geðheilsu einstaklings.