SÁLF3IS05 - Inngangur að sálfræði

Undanfari : FÉLV1if05 og ÍSLE2mg05

Lýsing

Þessi áfangi kynnir sálfræði sem fræðigrein, eðli hennar, sögu, þróun og helstu rannsóknir og viðfangsefni. Fjallað verður um hvers konar fræðigrein sálfræðin sé og hvernig hún tengist daglegu lífi fólks. Kynntar verða helstu stefnur og hugtök, helstu viðfangsefni, kenningar um nám og minni ofl. Skoðað verður hvað sálfræðingar gera og hvernig þeir vinna með orsakaþætti hegðunar, hugsunar og tilfinninga. Hvað gerir okkur að þeirri manneskju sem við erum? Hvað mótar sjálfsmynd okkar?