SERH3BG05 - Badminton og golf

Undanfari : ÍÞRF2þj05

Lýsing

Áfanginn er hvort tveggja bóklegur og verklegur. Markmiðið er að kenna grunnþætti, tækni og leikfræði í golf- og badmintoníþróttinni. Í lok áfangans á nemandi að geta útskýrt fyrir óreyndum spilara grip, helstu grunnhögg ásamt því að stýra æfingum fyrir mismunandi getustig. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að stjórna og skipuleggja æfingar fyrir iðkendur í badminton og golfi.