Lýsing
Áfanginn er hvort tveggja bóklegur og verklegur. Markmiðið er að efla þekkingu á jógafræðum og kenna helstu undirstöðuatriði jóga. Auk þess verður fjallað um lýðheilsufræði og farið í vettvangsheimsóknir. Í lok áfangans á nemandi að geta útskýrt hugmyndafræði jóga og helstu grunnæfingar ásamt því að vera upplýstur um helstu áhrifavalda heilbrigðis, forvarna og heilsueflandi aðgerða. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að stjórna, skipuleggja og leiðbeina í jóga. Einnig eiga nemendur að hafa þekkingu á grunnhugtökum lýðheilsufræða.