SERH3KH05 - Knattspyrna og handbolti

Undanfari : ÍÞRF2þj05

Lýsing

Áfanginn er bóklegur og verklegur með það að markmiði að nemandinn læri að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í knattspyrnu og handbolta. Áhersla er á tæknikennslu og kennslu í leikfræði og reglum. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grunnfærni í greininni og lögð er áhersla á mikilvægi þess að leikurinn sé kenndur á leikrænan og skemmtilegan hátt. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að stjórna, skipuleggja og sinna æfingum í knattspyrnu og handbolta.