Lýsing
Markmið áfangans er að undirbúa nemendur undir leiðsögunám og kynna fyrir þeim þá möguleika sem fagið hefur upp á að bjóða. Áfanginn er hvort tveggja bóklegur og verklegur. Í áfanganum verður farið í helstu þætti sem tengjast ferðalögum á Íslandi. Fjallað er um starf, hlutverk og ábyrgð leiðsögumanna á breiðum grundvelli. Farið verður yfir grunnþætti leiðsagnar og ferðamennsku þ.m.t. undirbúning, útbúnað, öryggismál, rötun, leiðaval og leiðsögn. Einnig verður farið yfir helstu atriði sem tengjast því að skipuleggja og ferðast með hóp af fólki þannig að nemendur geti tekið þátt í að fylgja ferðamönnum um landið. Farið verður í ferðir þar sem reynir á hæfni nemenda til að skipuleggja og leiðsegja hópi fólks.