SERH3TL05 - Tómstundir og leikir

Undanfari : ÍÞRF2þj05

Lýsing

Áfanginn er hvort tveggja bóklegur og verklegur. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast þeim möguleikum sem eru í boði innan tómstundastarfsins og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám í tómstundafræðum. Einnig að kenna nemendum fjölbreytta leiki og líkamsþjálfun sem henta mismunandi aldurshópum með það í huga að nemendur geti nýtt sér þann möguleika í kennslu og þjálfun. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að stjórna, skipuleggja og sinna tómstundastarfi.