Undanfari : TEIK1GR05 og LITA1LT05
Lýsing
Í áfanganum verða unnin þrívíð myndverk. Nemendur fá kennslu í þrívíddarformfræði. Unnið verður með ýmis efni s.s. leir, gifs og pappa. Nemendur læra ýmisskonar tækni við mótun og afsteypu. Nemendur læra að nýta sér þrívíddarteikniforrit, þrívíddarprentara og einfalda líkanagerð og laserskera við vinnslu og framsetningu hugmynda sinna. Nemendur vinna markvisst í hugmyndabanka og skrá niður hugmyndir og tilraunir sem sýna vinnuferlið. Nemendur fá þjálfun í að ræða um og gagnrýna verk sín og annarra nemenda. Nemendur fara með kennara og á eigin vegum á sýningar sem tengjast efni áfangans og skila umfjöllun um þær. Íslenskir listamenn sem vinna verk með þeirri tækni sem kennd er í áfanganum verða kynntir.