SPÆN1FF05 - Fortíð, framtíð og ferðalög

Undanfari : SPÆN1FR05

Lýsing

Nemendur æfast í notkun mismunandi tíða; að segja frá í nútíð, þátíð og framtíð ásamt því að tjá framtíðarplön. Þeir dýpka lesskilning sinn m.a. með því að lesa einfaldaða skáldsögu og æfast í að tjá sig bæði skriflega og munnlega um persónulega hagi, húsnæði, ferðalög og fleira. Nemendur fá aukna innsýn í menningarheim spænskumælandi landa, og vinna menningartengt heimildaverkefni.