SPÆN1FR05 - Framhald

Undanfari : SPÆN1GR05

Lýsing

Megináherslan er á ritunar- og samtalsæfingar úr efni áfangans, lestrarþjálfun, aukinn orðaforða og málfræðikunnáttu. Nemendur þjálfast í að segja frá í nútíð, núliðinni tíð, þátíð og nálægri framtíð, læra að tjá sig um daglegar venjur, nám og vinnu og læra að eiga samskipti í verslunum og á veitingastöðum. Áfram er unnið með efni sem veitir innsýn í menningu og siði spænskumælandi landa