SPÆN1GR05 - Grunnáfangi

Undanfari : Engar

Lýsing

Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins, temji sér góð og viðeigandi vinnubrögð og fái innsýn í menningu spænskumælandi landa. Nemendur læra að kynna sig og aðra, tala um fjölskyldu sína, lönd og landshætti, fatnað og fatakaup, daglegar venjur og áhugamál. Nemendur eru þjálfaðir í færniþáttunum fjórum, tali, hlustun, ritun og lestri.