SPÆN2SF05 - Spánarferð

Undanfari : SPÆN1FF05

Lýsing

Spánn og spænsk menning eru aðalviðfangsefni áfangans. Nemendur fræðast um sögu og menningu Spánar með áherslu á tiltekna stórborg og helstu kennileiti sem og daglegt líf í viðkomandi borg. Dagleg samskipti á spænsku eru æfð, nemendur afla sér þekkingar og hagnýtra upplýsinga og vinna menningartengd verkefni við undirbúning nokkurra daga ferðar til spænskrar borgar. Á meðan á ferð stendur afla nemendur sér upplýsinga um leið og þeir skoða borgina og kynnast mannlífi hennar. Eftir heimkomu er unnið úr þessum upplýsingum með skriflegum og munnlegum verkefnum.