STÆR1HS05 - Hagnýt stærðfræði

Undanfari : Fyrir þá sem fengu C á grunnskólaprófi eða hafa lokið STÆR1UA05.

Lýsing

Áfanginn er fyrir alla nemendur utan þeirra sem eru á náttúrufræðibraut og viðskiptabraut. Í áfanganum er lagður grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði. Farið verður í grunnþætti stærðfræðinnar, almennan talnareikning, hlutfalla- og prósentureikning, jöfnur og algebru, flatarmál, rúmmál, einslögun og hlutfallskvarða og tölfræði. Stöðug þjálfun í táknmáli stærðfræðinnar og áhersla lögð á framsetningu og rökstuðning.