STÆR2TS05 - Töluleg stærðfræði

Undanfari : Fyrir þá sem fengu A eða B á grunnskólaprófi eða hafa lokið STÆR1HS05.

Lýsing

Áfanginn er fyrir alla nemendur sem eru ekki á viðskipta- og náttúrufræðibraut. Í áfanganum er unnið áfram með hugtök stærðfræðinnar og vinnubrögð þjálfuð. Unnið er með algebru, jöfnur af fyrsta og öðru stigi, veldareglur, hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi og mengjafræði. Þjálfun í táknmáli stærðfræðinnar og áhersla lögð á framsetningu og rökstuðning.