STJÓ3IS05 - Inngangur að stjórnmálafræði

Undanfari : FÉLV2AF05 eða ÍSLE2MG05

Lýsing

Í þessum áfanga eru kennd grunnatriði stjórnmálafræðinnar, lýðræðis og hugmyndafræði stjórnmála. Unnið er með íslenska stjórnkerfið og fjallað um alþjóðleg samsamskipti. Farið verður í uppbyggingu íslenska stjórnkerfisins og lykilhugtök sem tengjast því. Fjallað verður um samspil fjölmiðla, stjórnmála og efnahagslífs. Einnig verður fjallað um kosningakerfi og kosningahegðun. Gerður verður samanburður á stjórnkerfum nágrannaþjóða okkar, sérstaklega Norðurlanda, Bretlands og Bandaríkjanna. Gerð verður grein fyrir þróun og starfsemi helstu alþjóðastofnana og samskipta Íslands við þær.