STJR2ST05 - Stjórnun

Undanfari : FJÁR2FL05

Lýsing

Farið er í grunnhugtök og kenningar í stjórnun. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda, stjórnunarstíla og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Nemendum er kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið. Viðfangsefni áfangans miða m.a. að því að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi. Einnig verður farið í ýmsar undirgreinar stjórnunar, samanber mannauðsstjórnun, breytingastjórnun o.fl.