STMG1HM05 - Hreyfimynda-og myndbandatökur

Lýsing

Í áfanganum læra nemendur helstu aðferðir við framleiðslu tví- og þrívíðra hreyfimynda og myndbanda. Nemendur kynnast fjölbreyttum vinnsluaðferðum við framleiðslu og kynningu verkefna s.s. upptökum, klippingu, myndvinnslu og notkun fjölbreyttra forrita. Nemendur vinna verkefni þar sem lögð er mikil áhersla á góða samvinnu og/eða hópvinnu og einnig einstaklingsvinnu. Skoðuð eru verk fagmanna og listamanna sem vinna myndbönd og hreyfimyndir með þeim aðferðum sem kenndar eru í áfanganum.