Lýsing
Í áfanganum er farið dýpra í að þjálfa teikningu eftir fyrirmyndum með fjölbreyttum teikniáhöldum, s.s. mismunandi gerðum blýanta, penna, bleki og penslum, kolum og litaðri krít. Einnig læra nemendur a.m.k. eina grafíkaðferð með djúpþrykki - að rista teikningu í álplötu og þrykkja með olíugrafíklitum á pappír.
Nemendur halda áfram að þjálfast í markvissri skissugerð og hugmyndavinnu og að þjálfast í að kynna, greina og ræða um eigin verk og annarra á sem uppbyggilegastan hátt.
Íslenskur listamaður einn eða fleiri kynntir og reynt að tengja verk þeirra verkefnum áfangans bæði í tímum og með því að fara á sýningar.