TEXT2VA05 - Verkstæði og aðferðir

Undanfari : Engar.

Lýsing

Í áfanganum læra nemendur um mismunandi textílhráefni, flokkun þeirra og eiginleika. Kynntar verða aðferðir við að vinna textíl t.d. þæfing, prjón og hekl og aðferðir við að lita textíl, stenslun og að þrykkja á efni. Nemendur skoða hvernig hægt er að nota þessar aðferðir á skapandi og óhefðbundinn hátt í hönnun. Skoðað er hvaða atriði er mikilvægt að hafa í huga þegar hanna á textílefni. Farið er í vettvangsferðir eftir því sem tækifæri gefast á sýningar og í fyrirtæki.