TEXT3TV05 - Textílverkstæði

Undanfari : TEXT2VA05

Lýsing

Í áfanganum læra nemendur textílhönnun og aðferðir við að vinna textíl bæði fyrir fatnað og textílvörur. Nemendur kynnast skapandi munsturgerð með mismunandi aðferðum. Nemendur eru þjálfaðir í notkun litaskala og þemavinnu við hönnun. Kynntar eru ýmsar aðferðir til að vinna yfirborð efna á skapandi hátt m.a. quilt, bútasaumur, fríspor, útsaumur og aðrar óhefðbundnar aðferðir. Nemendur vinna vandaða hugmyndamöppu með prufum unnum með mismunandi aðferðum og útlistun á aðferðum. Út frá þeim vinna nemendur hugmyndavinnu og þjálfast í að vinna með þær á skapandi hátt. Lokaverkefni er unnið út frá þema og útfærð á vandaðan hátt í fullunna vöru.