ÞÝSK1FR05 - Framhaldsáfangi

Undanfari : ÞÝSK1GR05

Lýsing

Bætt er við orðaforða- og málfræðiþekkingu og áfram unnið með tal, hlustun, ritun og lestur í samræmi við færnimarkmið áfangans. Nemendur æfast munnlega og skriflega í að ákvarða stefnumót, skipuleggja frítíma, gefa upp tímasetningar, tjá skoðun sína, tala um kaup og kjör í verslunum, spyrja og vísa til vegar, gefa upp staðsetningar, gefa og þiggja ráð, boð og bönn og tala um liðna atburði. Nemendur öðlast aukna innsýn í menningu og siði þýskumælandi svæða.