ÞÝSK2BE05 - Berlínaráfangi

Undanfari : ÞÝSK1FR05

Lýsing

Berlín er hér til umfjöllunar. Saga borgarinnar er tekin fyrir, sjónum er beint að tímabilinu frá 1945 til dagsins í dag. Tekin eru fyrir dagleg samskipti á þýsku og nemendur vinna með ýmsar heimildir á þýsku og íslensku. Undirbúningur ferðar til Berlínar og verkefni í tengslum við ferðina. Þekktustu staðir borgarinnar eru heimsóttir undir leiðsögn kennara eða fararstjóra. Samþætting tveggja námsgreina að einhverju leyti þar sem rýnt er í sögu lands og þjóðar.