ÞÝSK2BM05 - Bókmenntir og menning

Undanfari : ÞÝSK1FF05

Lýsing

Í þessum áfanga er að mestu lokið við innlögn grunnþátta málkerfisins, auk þess sem nemendur þjálfast í færniþáttunum fjórum lestri, ritun, hlustun og tali. Nemendur lesa flóknari texta en áður svo sem skáldsögu, ljóð og dægurlagatexta og spreyta sig í auknum mæli á vinnu með rauntexta. Nemendur fræðast um sögu og menningu þýskumælandi landa.