TÍSK2TH05 - Tískuteikning og hugmyndavinna

Undanfari : Engar.

Lýsing

Lögð er áhersla á notkun teikniáhalda, lita og pappírs. Kennd eru undirstöðuatriði í litafræði og formteiknun ásamt fríhendisteikningu og skissugerð. Tískugínur eru teiknaðar í mismunandi stærðum. Æfð er áferðarteikning og skyggingar með blýöntum og litum. Kynntar eru fjölbreyttar aðferðir við gerð óhefðbundinna tískuteikninga. Þema- og litaspjöld ásamt tískuteikningum eru unnar jafnt í höndum sem og í tölvum. Hugmynda- og skissuvinna er unnin út frá þema. Nemendur vinna í skissubækur yfir önnina. Verk íslenskra og erlendra tískuteiknara eru skoðuð.