TÍSK3TF05 - Tískuteikning og ferilmappa

Undanfari : TÍSK2TH05 LITA1LT05

Lýsing

Markmið áfangans er að kenna og þjálfa teikningu sem verkfæri í fatahönnun með áherslu á vinnuteikningar og tískuteikningar í Adobe Illustrator. Í áfanganum er farið yfir og æft línur, skuggar, litir, jafnvægi og form, vaxtarlag, áferð og munstur. Skoðað er hvernig má ná fram skuggum og áferðum og hreyfingu í teikningu og hvernig má stílisera þær á persónulegan hátt. Teikning ýmissa smáatriða í fatnaði er æfð. Farið er yfir hvernig hægt er að byggja upp eigið sniðmát í Adobe Illustrator sem gefur möguleika á að búa til mismunandi möguleika á framsetningu verkefna. Farið er yfir allt vinnuferlið frá því að skissa hugmynd að flík yfir í tilbúna vinnuteikningu og tískuteikningu af flík með mismunandi áferðum, efnum og munstrum. Einnig er æft hvernig hægt er að nota stafrænar teikningar og unnið með þær áfram utan tölvunnar með mismunandi tækni.