TÖLV2UG05 - Undistöðuþættir gagnasafnsfræða

Lýsing

Í áfanganum er farið í undirstöðuþætti gagnasafnsfræða, s.s. skipulag og vensl gagnasafna og fyrirspurnarmál. Helstu þættir við greiningu og hönnun gagnasafna eru skoðaðir. Nemendur hanna eigið gagnasafn með venslalíkönum og setja það upp og beita fyrirspurnarmáli á það. Fyrirspurnarmálið SQL er kynnt.