VIBS3VI05 - Viðburðastjórnun

Undanfari : FJÁR2fl05

Lýsing

Í áfanganum verður farið í helstu þætti viðburðastjórnunar. Markmið áfangans er að kynna verklag sem þarf að tileinka sér í faginu og undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám í viðburðastjórnun. Nemendur fá að kynnast ýmsum hagnýtum og fræðilegum þáttum viðburðastjórnunar með það markmið að gefa þeim tækifæri til að undirbúa nokkra smærri viðburði þar sem þau fá þjálfun í að nýta þekkinguna sem þau hafa aflað sér í áfanganum.