20.9.2020 Skilaboð frá skólameistara - skipulag næstu viku

Kæru nemendur og aðstandendur

Eins og fram kom á fundi með sóttvarnarlækni í dag sunnudag eru reglur um sóttvarnir ekki hertar. Hins vegar eru tilmæli um að við gætum betur að sóttvörnum og fyrirmæli um að taka upp grímunotkun í skólum. Því mun eftirfarandi gilda í FG í næstu viku. Minni jafnframt á að það eru aðeins þrír hefðbundnir kennsludagar í FG í næstu viku. Það verða tveir námsmatsdagar.

  • Skólinn mun vinna eftir sömu reglum og undanfarnar vikur. Listnám og fámennir áfangar geta verið í fullri kennslu.
  • Aðrir áfangar eru með sömu reglur eins og áður. Hugsanlegt er að einstaka kennarar verði með stærri hluta í fjarnámi og munu þeir þá tilkynna sínum nemendum um það. Sem fyrr er afar mikilvægt að fylgjast með tilkynningum frá kennurum og skólanum almennt.
  • Í skólum er grímuskylda og á það við um nemendur og starfsmenn. Við hvetjum nemendur til að vera með eigin grímur en það verða grímur við alla innganga sem nemendur geta fengið sér að kostnaðarlausu. Leiðbeiningar um grímunotkun í framhaldsskólum má sjá í viðhengi með þessum pósti eða á þessari slóð. Athugum að notaðar grímur eiga að fara í almennt sorp.
  • Mötuneyti og bókasafn verða lokuð í þessari viku. Hægt verður að banka upp á í bókasafninu en nemendur geta ekki unnið þar.
  • Þessi nálgun gildir fram að næstu helgi. Vonandi getum við opnað bókasafn og mötuneyti eftir helgina.
  • Allir fundir þessa viku eiga að vera í fjarfundi. Á það jafnt við skólaráðsfundi, fundi aðalstjórnar NFFG sem og aðra fundi.
  • Áfram gildir umfram allt að við gætum öll að persónulegum sóttvörnum og þess að við komum ekki í skólann ef við erum með einkenni sem gætu bent til Covid-19.

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson skólameistari