Íþróttabraut fæddir 2005 eða seinna

Markmið brautarinnar er að nemendur öðlist góða almenna þekkingu á sviði íþróttafræða, hafi fræðilega og verklega undirstöðuþekkingu í kennslu og þjálfun íþrótta fyrir börn og unglinga. Nemendur þekki grunn ýmissa íþróttagreina og geta miðlað honum áfram.

Námsmat
Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.

Reglur um námsframvindu
Nemandi þarf að ljúka 202 einingum til að ljúka stúdentsprófi. Námstíminn er að meðaltali 9-12 annir. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum.

Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • takast á við háskólanám í íþróttafræði og heilbrigðisgreinum.
  • greina hvað felst í líkamlegu og andlegu heilbrigði.
  • gera sér grein fyrir gildi þess að temja sér heilbrigðan lífsstíl.
  • geta tekið þátt í umræðu um málefni tengd íþróttum og íþróttafræði.
  • lesa og greina ýmsar niðurstöður rannsókna.
  • gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins í víðum skilningi s.s. virðingu fyrir umhverfinu og hvernig nýta/njóta megi umhverfisins með tilliti til líkamsræktar.
  • afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt hvort sem er einn eða í samvinnu við aðra.
  • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt.
  • vitna í upplýsingar í samræmi við reglur um meðferð heimilda.
  • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi.
  • skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum.
  • sýna frumkvæði og beita sköpun við lausn flókinna verkefna.

 Umsögn nemanda: Blær Hinriksson

KJARNI BRAUTAR
 NÁMSGREIN      EIN.
 Íslenska undirbúnings áf.  ÍSLE  1un05  
 Íslenska  ÍSLE    2mg05 2es05 3sn05 3na05                                              20 
 Enska undirbúnings áf.  ENSK  1ub05  
 Enska  ENSK  2ms05 2kk05 3hr05   15 
 Danska undirbúnings áf.  DANS 1fr05  
 Danska  DANS  2lo05 2so03    8 
 Stærðfræði undirbúnings áf.  STÆR  1hs05   
 Stærðfræði  STÆR  2ts05 3tl05   10
 Raungreinar 
 Þarf að taka 1 áfanga
 JARÐ
 UMHV
 2jí05
 1au05
  5
 Fjármálalæsi  FJÁR  2fl05   5
 Saga  SAGA  2íl05 2ms05   10
 Félagsvísindi  FÉLV  1if05 2af05   10
 Sálfræði  SÁLF  3þu05   5
 Efnafræði  EFNA  2ie05   5
 Líffræði  LÍFF  1gá05  2le05   10
 Íþróttafræði  ÍÞRF  2þj05 3íl05 3ls05   15
 Viðburðarstjórn  VIBS  3vi05   5
 Sérhæfing  SERH  3bg05 3bk05 3jl05 3kh05 3le05 3tl05   20
 Starfsþjálfun  ÍÞSÞ  2sþ02   2
 Næringarfræði  NÆRI  2nf05   5
 Heilbrigðisfræði  HBFR  2he05   5
 Lífsleikni  LÍFS  1sl03 1ns01   4
 Lýðheilsa  LÝÐH  1hl02   2
 Íþróttir  ÍÞRÓ  1hr1,5   1,5
 Einingafjöldi       162,5

 

BUNDIÐ VAL 
(val um 3 áfanga af 5 = 15 einingar)
 NÁMSGREIN           EIN. 
 Líffræði  LÍFF  3le05 3ef05                                                                           
 Eðlisfræði  Eðli  2gá05      
 Sálfræði  SÁLF  3fs05                               
 Sálfræði  SÁLF  3is05 (kemur í stað UPPE2bm05)
 
 Einingafjöldi        15

 

KJÖRSVIÐ
 NÁMSGREIN                                                                                              EIN.
 Kjörsvið er 15 eininga val með það að markmiði að nemandinn dýpki þekkingu sína. Af þessum 15 einingum þurfa að   minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi.
 Nemandinn getur farið eftirfarandi leiðir:
  1. Hægt er að taka 15 einingar í sömu námsgrein.
    Dæmi: FJÖL2AJ05-FJÖL3BL05-FJÖL3KL05
  2. Hægt er að taka 5, 10 eða 15 einingar sem framhald af áfanga/áföngum sem nemandinn hefur tekið í kjarna brautar.
    Dæmi: ENSK3HR05 (kjarni brautar)-ENSK3US05 (kjörsvið)-ENSK3YL05 (kjörsvið) 
    Dæmi: DANS3SO05-ÍSLE3BB05-SAGA3SS05
  3. Áfangar í viðskiptagreinum, listgreinum og íþrótta- og heilsugreinum (ekki almennir íþróttaáfangar) þurfa ekki að vera í sömu námsgrein aðeins innan sama sviðs
    Dæmi: MARK2AM05-STJR2ST05-FRUM3FR05
    Dæmi: TEIK1GR05-LITA1LT05-LIST2FB05
    Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05-HBFR2HE05-NÆRI2NF05
  4. Undantekning frá reglunni um áfanga á þriðja þrepi er ef teknir eru áfangar í þriðja/fjórða tungumáli, í list-og verkgreinum, íþrótta- og heilsugreinum.
  5. FÉLV2af05 getur staðið sem annar eða þriðji áfangi í kjörsviði með félagsgreinum (FÉLA-, FJÖL-,SÁLF- og UPPE- áföngum.
  6. Ekki má nota undirbúningsáfanga á kjörsvið.
  7. Alla áfanga á þriðja þrepi má setja í kjörsvið ef nemandi hefur lokið undanförum.
 Einingafjöldi      15

 

FRJÁLST VAL
 NÁMSGREIN                                                                                                   EIN.
 Frjálst val eru 9,5 einingar að eigin vali.
 Einingafjöldi      9,5