02.10. 2020 Skilaboð frá skólameistara

Kæru nemendur og aðstandendur

Nú eru liðnar sex kennsluvikur og fjórar vikur eftir af kennslu annarinnar. Miðannarmat liggur fyrir og því er tilvalið tækifæri fyrir nemendur og aðstandendur þeirra að setjast niður og fara yfir niðurstöðurnar og átta sig á hvort ástæða er til að grípa til einhverja ráðstafanna vegna þeirra. Bendi ég sérstaklega á þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

Því er ekki að neita að aðstæður til náms eru ekki ákjósanlegar en flestir nemendur hafa staðið sig vel og er ég þeim afar þakklátur fyrir hversu vel þeir brugðust við grímuskyldu og heyrir til undantekninga að við þurfum að minna nemendur á að nota grímu.

Mötuneytið opnar aftur á mánudaginn og bókasafnið verður aftur opið fyrir alla en við minnum á að það gildir grímuskylda og hafa verður fjarlægðarreglur í heiðri. Auðvitað borða menn ekki með grímur en við minnum nemendur á að nota grímur eins mikið og mögulegt er.

Nemendur eru á fullu að velja fyrir næstu önn og ítreka ég að nauðsynlegt er að velja til að eiga möguleika á skólavist næstu önn.

Að lokum skora ég á nemendur að nýta tímann fram að lokum annarinnar vel og óska öllum góðrar helgar.

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson skólameistari
e-mail: kristinn@fg.is