- Námið
- Þjónusta
- Skólinn
- Fjarnám
- Spurt & Svarað
Kæru nemendur og aðstandendur
Þeir eru orðnir nokkuð margir póstarnir frá mér og sjaldnast með neinum gleðitíðindum. Þetta er einn í viðbót með slíkum fréttum.
Vegna nýrra sóttvarnarreglna sem taka í gildi í kvöld færist allt bóknám í fjarnám næstu tvær vikur. Sérnámsbraut og listnám geta verið áfram í staðnámi en einnig er hugsanlegt að einhver hluti þess verði einnig í fjarnámi. Skilaboð um fyrirkomulag hvers áfanga koma frá kennara í áfanganum. Eins og áður er mikilvægt að fylgjast með fyrirmælum frá kennurum. Þrátt fyrir að bóknám verði í fjarnámi er samt til staðar sá möguleiki að nemendum verði kallaðir inn í skólann í einhverjum tilfellum. Áfram er gert ráð fyrir að nemendur komi í alla tíma. Ef nemendur eru í listnámstímum og þurfa að fara í aðra tíma strax á eftir geta þeir fengið aðstöðu í skólanum til að læra.
Svo það sé á hreinu fyrir morgundaginn. Nemendur í listnámi eiga að mæta í skólann nema önnur fyrirmæli komi frá kennurum. Nemendur í bóknámi mæta á netinu nema önnur fyrirmæli séu frá kennara.
Sem fyrr ber að leggja mikla áherslu á persónulegar sóttvarnir. Við komust aðeins í gegnum þetta tímabil ef við leggjumst öll á árarnar.
B.kv.
Kristinn Þorsteinsson skólameistari.
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - fimmtudaga
kl. 08:00 - 15:30, föstudaga frá kl. 08:00 - 15:00
Skólabraut 6 | 210 Garðabæ
Ritstjóri: Tinna Ösp Arnardóttir
Vefstjóri: Guðmundur Á. Eiríksson